Höfðaskóli 70 ára

hofdaskoliHöfðaskóli á Skagaströnd varð sjötíu ára á laugardaginn 17. október. Árið 1939 var komið á fót ,,fastaskóla” á Skagaströnd. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga.

Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri. 

Í tilefni af afmælinu verður sett ýmis konar efni inn á kapalkerfið um skólann sem núverandi nemendur hafa unnið. 

Einnig hafa nemendur tekið saman margvíslegt efni um Höfðaskóla og sett á vef hans. 

Ætlunin er að efna til samkeppi um skólasöng og merki skólans. Nánari upplýsingar verður að finna á vef skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir