Hlíðarbraut 4 er Jólahús ársins á Blönduósi 2009
Lesendur Húnahornsins hafa valið Hlíðarbraut 4 sem Jólahús ársins 2009 á Blönduósi. Fjölmörg hús fengu tilnefningar en eitt skaraði fram úr og var það Hlíðarbraut 4 með tæplega 50% allra tilnefninga.
Á Húna.is segir að þau Hávarður Sigurjónsson og Sólborg Þórarinsdóttir, íbúar á Hlíðarbraut 4, megi því eiga von á fulltrúa Húnahornsins næstu daga með viðurkenningu fyrir valið.
Þetta er í áttunda sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi. Þau hús sem hlotið hafa viðurkenningu eru:
2001: Brekkubyggð 17
2002: Hlíðarbraut 13
2003: Garðabyggð 1
2004: Hlíðarbraut 13
2005: Hlíðarbraut 8
2006: Sunnubraut 3
2007: Ekkert val
2008: Hlíðarbraut 8
2009: Hlíðarbraut 4
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.