Hlé á meirihlutaviðræðum VG næstir í röðinni?

Nú í hádeginu gerðu Framsóknarmenn í Skagafirði hlé á meirihlutaviðræðum við Samfylkinguna á meðan þeir gera tilraun til þess að ná saman við önnur framboð.
Að sögn Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur var um hlé að ræða en hún vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að flokkarnir náðu ekkis saman.

Samkvæmt öðrum heimildum Feykis strönduðu viðræðurnar á hvort fara ætti af stað með byggingu Árskóla eður ei en Framsóknarmenn fóru fram með tillögu þess efnis undir lok kjörtímabilsins en nutu þá ekki stuðnings samstarfsflokks síns, Samfylkingarinnar.

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, var í dölunum þegar Feykir náði sambandi við hann en aðspurður sagði hann að ekki hafi verið haft samband við sig. -Ég byrjaði hins vegar að undirbúa mig í gær og fór á bókasafnið þar sem ég tók á leigu sögu Samvinnuhreyfingarinnar, svona til þess að reyna að skilja betur hugsunargang Framsóknarmanna og stóran hluta kjósenda í Skagafirði. Eftir að hafa gluggað í bókina held ég að Framsóknarmenn ættu að gera það líka, sagði Sigurjón. 

Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna staðfesti við Feyki að hlé hefði verið gert á viðræðinum. -Við munum ræða við alla flokka, segir Stefán Vagn og væntanlega munum við byrja á VG. En við ætlum að ræða við alla flokka og meta framhaldið út frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir