Hjóna og paraklúbburinn með ball um helgina

Stjórn Hjóna og paraklúbbsins 1986. Fv Þorsteinn Kárason, Hrefna Þórarinsdóttir, Haraldur Arason, Eva Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Björgvin Guðmundsson, Anna Hjartardóttir og Ágúst Guðmundsson

Áhugi gamalla félaga úr hjóna og paraklúbbi Skagafjarðar á því að endurvekja gömlu ballstemninguna varð til þess að  næsta laugardagskvöld verður efnt til alvöru dansleiks í Ljósheimum.

Hjóna og paraklúbbur Skagafjarðar var stofnaður árið 1975 og varð mjög öflugur og eftirsóttur af Skagfirðingum. –Ég gæti trúað því að félagalistinn hafi verið takmarkaður við 140 pör því að í fundargerð frá 1978 er talað um að ekki sé unnt að fjölga í klúbbnum vegna húsnæðis en félagar í klúbbnum árið 1986 voru 136 pör. Þegar klúbburinn var upp á sitt besta er dæmi um að fólk hafi verið í tvö ár á biðlista, segir Eva Sigurðardóttir ein þeirra sem stendur að endurlífgun klúbbsins.

-Hjóna og paraklúbburinn hefur ekki verið starfræktur síðan 1992 og mér fannst vanta almennileg böll með gömlu stemninguna, segir Hrefna Þórarinsdóttir en hún átti hugmyndina að því að endurvekja klúbbinn. –Ég var einu sinni í stjórn og ákvað að bjóða henni í mat og þar rifjuðum við upp góða tíma í klúbbstarfseminni og ákváðum að láta verða af þessu, segir Hrefna en vill koma því á framfæri að allir séu velkomnir á ballið, sama hvort það eru gamlir klúbbfélagar eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir