Hitaveitulögn í Akrahreppi skemmd.
feykir.is
Skagafjörður
13.10.2009
kl. 08.42
Stofnlögn hitaveitu SKV skemmdist mikið í síðustu viku þegar verið var að færa til möl í árfarvegi Þverárinnar í Akrahreppi. Jarðýtustjórinn sem virðist ekki hafa áttað sig á hve nálægt lögninni hann var, flysjaði af henni einangrunina.
Það var lán í óláni að lögnin fór ekki í sundur en flaut upp á milli bakka. Starfsmenn Skagafjarðarveitna og Steypustöðvar Skagafjarðar gerðu við skemmdirnar og varð að skipta um 50 - 70 metra bút í lögninni og plægja undir árfarveginn aftur. Kostnaður vegna tjónsins hleypur á hundruðum þúsunda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.