Hirða skal hún heita

hirðaMóttöku- og flokkunarstöðin að Höfðabraut 34 a, Hvammstanga  hefur fengið nafnið  Hirða - móttöku- og flokkunarstöð fyrir úrgang. Starfsemin hefst á morgun.

Orðið hirða hefur þá merkingu; að taka, græða eða snyrta. Orðið er stutt og einfalt og auðvelt að nota í daglegu tali.

Katrín María Andrésdóttir Atvinnuráðgjafi SSNV sendi inn hugmyndina af nafninu Hirða sem varð svo fyrir valinu að lokum. Margar skemmtilegar og góðar tillögur bárust.

Bestu þakkir til allra þeirra sem sendu inn tillögur.

Starfsemi Hirðu hefst að Höfðabraut 34a, Hvammstanga  fimmtudaginn 17. desember nk. þá verður starfsemi stöðvarinnar á hafnarsvæði hætt.

Opnunartími verður sá sami og verið hefur; mánudaga og þriðjudaga frá 11-14, miðvikudaga frá 14-17, fimmtudaga, föstudaga og laugadaga frá 11-14, sunnudaga og hátíðisdaga LOKAÐ

Flokkum og skilum af hugsjón og framtíðarsýn fyrir okkur og komandi kynslóðir.

Fréttatilkynning

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir