Hilmir hæstánægður með happdrættisvinningana
feykir.is
Skagafjörður
28.09.2009
kl. 11.46
Nú fyrir helgi fóru í sölu happdrættismiðar til stuðnings Þuríði Hörpu sem í byrjun næsta árs heldur í aðra ferð sína til Indlands þar sem hún gengst undir stofnfrumumeðferð. Happdrættismiðarnir eru til sölu í afgreiðslu Nýprents, í Topphestum, Versluninni Eyri og á Hótel Varmahlíð. Hilmir Jóhannesson skildi eftir eitt vísukorn í afgreiðslu Nýprents um leið og hann nældi sér í nokkra miða.
Hilmir var hæstánægður með vinningana sem í boði eru í happdrættinu og þá sérstaklega folatollinn.
Mér var aldrei heppnin holl,
hef því yfir fáu að kætast.
En fengi ég núna folatoll
fagrir draumar mundu rætast.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.