Hilmar Sverris líka í úrslitum á Rás2

Hinn hárprúði skagfirski tónlistarmaður, Hilmar Sverrisson, kom lagi inn í úrslit í Sjómannalagakeppni Rásar2 og Hátíðar hafsins sem nú stendur yfir.

Lag Hilmars heitir Sjómaðurinn og er það Sigurður Dagbjartsson sem syngur þetta fallega lag sem má heyra HÉR en þessa vikuna eru lögin sjö sem komust í úrslit spiluð frá morgni til kvölds á Rás 2.

Á Popplandsvefnum getur fólk kosið sitt uppáhaldslag. Kosningin stendur yfir til kl. 15.00 föstudaginn 4. júní og skömmu síðar verða úrslitin kunngjörð í Popplandi.

Þess má geta til gamans að Hilmar spilar á Hótel Varmahlíð föstudagskvöldið 4.júní og þá ættu allir að hugsa til þess að taka fram spariskóna og tjútta inn í vornóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir