Hér spilar maður með hjartanu

Helgi Freyr Margeirsson

Helgi Freyr Margeirsson fór 18 ára gamall á vit ævintýranna og fékk tækifæri til þess að dvelja ár í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám og spilaði körfubolta. Í framhaldinu bauðst honum skólastyrkur til háskólanáms og síðar spilaði hann körfubolta til að framfleyta sér í mastersnámi. Helgi ræðir við Feyki í þessari viku um draum átta ára stráks sem varð að ævintýri lífs hans.

Brot úr viðtalinu við Helga

-Í framhaldinu fékk ég inni í Birmingham Southern College þar sem ég fór í viðskiptafræðinám samhliða því að spila körfubolta á fullum styrk. Þetta með styrkinn var reyndar nauðsynlegt þar sem ég var búinn með peningana sem við pabbi höfðum safnað, segir Helgi og glottir. –En skólaárið þarna kostaði um 3,5 milljónir svo það má segja að launin sem ég fékk fyrir að spila körfubolta hafi verið 10 milljónir og menntunina hafi ég fengið í kaupbæti. Þetta hefði ég aldrei getið gert hefði ég ekki verið að spila körfubolta. Hann hefur opnað fyrir mér óteljandi tækifæri og mótað líf mitt sem persónu. Því ég veit í dag að ef maður leggur ekki hart að sér og hefur fókusinn á ákveðnu takmarki er auðvelt að villast og missa af.
Viðtalið í heild er hægt að lesa í nýútkomnum Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir