Helmingslækkun á fargjöldum
Rútufyrirtækið TREX hefur lækkað öll fargjöld á áætlunarleiðum sínum um helming fram til áramóta. Þeir farþegar sem nú þegar njóta afsláttarkjara, svo sem eins og öryrkjar, ellilífeyrisþegar, börn og skólafólk, munu einnig greiða eingöngu helming af því sem þeir hafa greitt fram til þessa.
Verðlækkunin er liður í átaki fyrirtækisins Bíla og fólks (Trex) og samgönguráðuneytisins sem miðar að því að lækka til muna verð á ferðum með áætlunarbílum fyrirtækisns.
Í fréttatilkynningu segir að vart þurfi að taka fram að um mikla kjarabót er að ræða fyrir almenning og er það von þeirra sem að átakinu standa að þetta muni hjálpa almenningi að takast á við það ástand sem skapast hefur á Íslandi undanfarið.
Markmið átaksins eru hinsvegar fleiri. Átakið mun vonandi varpa ljósi á hvaða hlutverki verðlagning gegnir í nýtingu almenningssamgangna á Íslandi. Von Bíla og fólks og samgönguráðuneytisins er einnig að þetta átak stuðli að góðri kynningu á þeim valkosti sem áætlunarferðir langferðabifreiða eru á við aðra samgöngumáta hvað varðar verð, gæði og umhverfisáhrif.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.