Helgargóðgætið - Salthnetu og súkkulaðirúsínuterta
Ef við fáum ekki gott veður um helgina þá er um að gera að setja í tertu, kveikja á uppáhalds tónlistinni, setjast niður í þægilegan stól, upp með fætur, njóta tertunnar og ímynda sér að maður sé á sólarströnd í góðra vina hópi.
Salthnetur og súkkulaðirúsínuterta
Maregns(tveir botnar) – gott að gera daginn áður!
4 eggjahvítur
200 gr. sykur
2 bollar af muldu Kornflexi
Byrjað er á að stilla ofninn í 110-120 gráður m/blæstri. Eggjahvítur þeyttar og sykri bætt út í smátt og smátt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Kornflexið mulið og bætt út í og passið að hræra varðlega saman með sleikju. Til að fá fallegan hring út úr maregnsinum þá er tekinn diskur sem er um það bil 23 cm í þvermál og hann lagður ofaná bökunarpappír, strikaður er hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar og sett á sitthvora bökunarplötuna. Marengsinum er skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins. Þetta er bakað í rólegheitunum í 2 tíma en gott er að svissa botnunum eftir klukkutíma, setja efri í neðri og neðri í efri. Þegar tveir klukkutímar eru liðnir þá er best að leyfa marengsinum að kólna inní ofninum.
Fylling:
½ lítri rjómi
250 gr. af dökkum súkkulaðirúsínum
250 gr. af salthnetum
Rjóminn er þeyttur og helmingurinn af honum er settur á milli maregsnbotnanna – þá er dreift sirka 200 gr af bæði rúsínunum og salthnetunum með rjómanum á milli. Hinn maregnsinn settur ofaná og restin af rjómanum settur ofaná ásamt restinni af rúsínunum og salthnetunum, dreift fallega yfir rjómann.
Verði ykkur að góðu og munið að njóta
Sigga sigga sigga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.