Helga Margrét íþróttamaður USVH

helga_margret_thorsteinsdottirKjöri íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 18,00 þann 28. des. Íþróttamaður USVH árið 2009 var kjörin Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði en hún hlaut 72 stig í kjörinu.

Í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður með 29 stig og jafnar í þriðja sæti urðu Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona með 14 stig.

Helstu afrek Helgu Margrétar á árinu eru sem hér segir:

 •Í byrjun júni varð Helga Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna í flokki 18-19. ára á     

NM unglinga sem haldið var á Kópavogsvelli. Hún hlaut 5721 stig og bætti íslandsmet sitt um 197 stig.

•Þann 24.júní, á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Tékklandi, náði Helga besta árangri ársins

í sjöþraut 19. ára og yngri með alls 5878 stig. Hún er því efst á heimslistanum í    þessum aldursflokki og aðeins 22. stigum frá lámarkinu fyrir HM fullorðinna.

•23-26. júlí keppti hún í sjöþraut á EM 19. ára og yngri í Novi Sad í Króatíu. Þar                                            hafði hún forystu þegar hún meiddist í langstökkskeppninni og varð að hætta keppni þegar aðeins tvær greinar voru eftir.

•Helga Margrét er ein af 10 efstu sem tilnefndir eru til Íþróttamanns ársins í kjöri íþróttafréttamanna sem verður líst í upphafi næsta árs.

 

Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum félaga innan USVH. Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn.

Fréttatilkynning

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir