Helga Margrét í kjöri um íþróttamann ársins
Í kvöld kemur í ljós hver verður íþróttmaður ársins 2009 en Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í hópi þeirra 10 einstaklinga sem hafa verið útnefndir.
Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og að þessu sinni eru sex karlar og fjórar konur í tíu efstu sætunum. Helga Margrét vakti gríðarlega athygli á árinu fyrir góðan árangur á fjölþrautarmótum.
Þau tíu efstu sem tilnefnd eru til íþróttamanns ársins 2009 eru:
Björgvin Páll Gústafsson, handknattleiksmaður
Eiður Smári Guðjohnssen, knattspyrnumaður
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður
Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikskona
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrnukona
Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður
Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrnukona
Kjörinu verður lýst á RÚV kl. 19:40
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.