Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!
Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Annars er dagskráin með þessu sniði:
Háskólinn á Hólum, opið hús fyrir gesti í aðalbyggingu kl. 12-15.
• Jólatréssala á vegum Skógræktarfélagsins á Hólum, frá kl. 12-14. Staðsett framan við aðalbyggingu.
• Söguganga um Hólastað, kl. 13-14. Mæting við Nýjabæ, Sigríður Sigurðardóttir lektor í ferðamáladeild verður með leiðsögn um staðinn.
• Sögusetur Íslenska hestsins verður opið frá 12-14.
• Kynning á Ferðamáladeild í aðalbyggingu frá 12-14.
• Fiskeldis- og fiskalíffræðideild verður með útirannsóknastofu frá 12-14.
• Kaffi Hólar verður með veitingasölu frá kl. 12-15.
• Hesthúsið á Brúnastöðum, opið í norðausturhluta hússins frá 14–14.30.
• Jólasýning hestafræðinema í Þráarhöll kl. 14.30 - 15.15.
• Bíll smáframleiðenda verður með opið kl. 12-15
• Ísponica verður með opið frá 12-14.
• Bjórsetrið verður opið frá 12-17. Boðið verður upp á jólaglögg.
Það er kalt en fallegt veður í dag og heimsókn að Hólum í vetrarsólinni ætti engan að svíkja.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.