Hátt í 30 íþrótta og tómstunda úrræði fyrir börn í sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.05.2009
kl. 13.39
Skráning í Sumar T.Í.M. - tómstundir, íþróttir og menningu fyrir 5-12 ára gömul börn í Skagafirði hefst mánudaginn 11. maí.
Rafræn skráning verður á heimasíðunni www.skagafjordur.is eða á skrifstofu Sumar T.Í.M í Húsi Frítímans sem er opin milli klukkan 12.30 og 15.00. Upplýsingar veitir Ingvi Hrannar Ómarsson 4556109.
Í boði verða 7 mismunandi íþróttagreinar, þar á meðal öðruvísi íþróttir og yfir 20 tómstunda- og menningarnámskeið í 8 vikur, virka daga frá kl. 8.00 til 11.45 og frá kl. 13.00 til 15.00.
Sumar T.Í.M. hefst 8. júní og stendur til 30.júlí. Nokkrar íþróttir verða þó lengur í boði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.