Hátíðlegir og vel heppnaðir tónleikar á Hólum

Frá tónleikunum í gætkvöldi. MYND: GUNNAR RÖGNVALDSSON
Frá tónleikunum í gætkvöldi. MYND: GUNNAR RÖGNVALDSSON

Skagfirski kammerkórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Hóladómkirkju í gærkvöldi en kórinn hafði nokkrum dögum áður sungið sig inn í hjörtu gesta í Blönduóskirkju. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson tónleikana hafa verið framúrskarandi hátíðlega og vel heppnaða.

„Enda voru viðtökur kirkjugesta í samræmi við það. Kirkjan var þétt setin og nutu gestir fjölbreytts lagavals og útsetninga sem Rannvá Olsen, nýr stjórnandi, taldi í af öryggi og lipurð. Helga Rós Indriðadóttir söng einsöng í nokkrum lögum og Rögnvaldur Valbergsson ásamt Petreu Óskarsdóttur flautuleikara léku undir í allnokkrum. Gísli vígslubiskup las svo hugljúfa jólasögu sem átti vel við,“ segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir