Hátíðardagskrá vegna 30 ára afmælis FNV í dag

Hluti starfsliðs FNV árið 1979 - þá hét skólinn reyndar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki eða FÁS.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í fyrsta skipti þann 22. september 1979 og er því 30 ára um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum verður hátíðardagskrá haldin á Sal Bóknámshússins í dag, laugardaginn 24. október, og hefst dagskráin kl. 14 og stendur til 16.

Flutt verða ávörp og tónlistaratriði. Kaffi og meðlæti. Verknámshús skólans verður opið almenningi sama dag á milli kl. 16-17. Allir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir.

Á heimasíðu skólans má lesa að Þórdís Jónsdóttir, fyrrum starfsmaður FNV, sendi skólanum eftirfarandi afmæliskveðju:

Menntastofnun mæt og góð,
mjög tel hana þarfa,
visku miðlar vorri þjóð
og veitir mörgum starfa.

Áfram megi um árabil
andann styrkja og næra,
hjartans kveðjur hennar til
og heilla ósk vil færa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir