Hátíðardagskrá á Blönduósi
Þjóðhátíðardagur okkar íslendinga er á fimmtudaginn og að venju verður hann haldinn hátíðlegur það á einnig við á Blönduósi þar sem hestamannafélagið Neisti hefur umsjón með skemmtilegri dagskrá.
Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi jafnt ungir sem aldnir. Meðal annars verður börnum boðið á hestbak í Arnargerði, hátíðardagskrá á Bæjartorginu, kaffisala í Félagsheimilinu þar sem frumsýnd verður ný mynd „Fákar og fólk“ og fótboltaleikur milli Brunavarna A-Hún og meistaraflokks Hvatar.
Hátíðardagskrá 17. júní er svo hljóðandi:
Kl. 08:00 Fánar dregnir að hún
Kl. 10:30-11:30 Börnum boðið á hestbak í Reiðhöllinni Arnargerði
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Blönduósskirkju
Kl. 12:30-13:30 Andlitsmálun fyrir utan SAH afurðir
Helíumblöðrur og annað sem tilheyrir verður til sölu
Kl. 13:30 Skrúðganga frá SAH afurðum á Bæjartorg
Á Bæjartorgi verður hátíðardagskrá:
Hugvekja
Fjallkonan
Hátíðarræða
Tónlist
Leikir fyrir börn á Þríhyrnutúni
Kl. 14:45-16:30 Kaffisala í Félagsheimilinu, vöfflukaffi
Kl. 15:30 Kvikmyndasýning fyrir börn, aðgangur ókeypis
Kl. 17:30 Fákar og fólk, frumsýning í boði Blönduóssbæjar
Kl. 19.30 Fótbolti, Brunavarnir A-Hún gegn meistaraflokki Hvatar á túninu við Kvennaskólann (Wembley)
Kl. 20:00 Gildran, kvikmyndasýning
Kl. 21:00-23:00 Fjölskyldudiskótek
Sundlaugin verður opin frá 15:30 – 19:00
/huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.