Haraldur Jóhannsson kjörinn í varastjórn UMFÍ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.10.2009
kl. 08.58
Haraldur Jóhannsson fyrrverandi formaður UMSS var endurkjörinn í varastjórn UMFÍ á sambandsþingi hreyfingarinnar, sem fram fór fyrr í mánuðinum í Keflavík.
Haraldur hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir Ungmennafélagshreyfinguna í gegnum tíðina bæði heima í héraði sem á landsvísu. Það skiptir afar miklu máli fyrir íþróttastarf í Skagafirði að hafa öfluga talsmenn í stjórn UMFÍ. Rödd Halla í Enni hefur eflaust vegið þungt þegar ákvörðun var tekin um að halda Unglingalandsmót á Sauðárkróki á liðnu sumri. Á sambandsþinginu sáu margir þingfulltrúar ástæðu til þess að þakka Skagfirðingum fyrir vel heppnað Unglingalandsmót og er þeim kveðjum komið áleiðis hér á síðunni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.