Hangikjötið hjá SAh Afurðum slær í gegn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.12.2009
kl. 13.49
Mikil og góð sala hefur verið á hangikjöti frá SAH afurðum undanfarnar vikur. Tugir tonna hafi selst, til hinna ýmsu kaupenda. Þess utan fari ófá hangilærin í jólagjafir fyrirtækja og stofnana.
Allt hangikjöt SAH er taðreykt, sem gefur kjötinu einstaklega milt og skemmtilegt bragð. Hangikjöt frá SAH verður hægt að fá í Samkaup á Blönduósi og Skagaströnd, og svo á föstudaginn 18. desember (á morgun) í slátursölu SAH Afurða
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.