Handverkshús Textílseturs

Búsílag sem gerir út á  handverk, heimilisiðnað og handavinnu  opnar laugardaginn 5. júní kl.11.oo í Kvennaskólanum á Blönduósi.

Úrval muna þar sem vandað handverk og falleg hönnun, -nýtt og þjóðlegt- fara saman. Opið alla daga frá kl. 11—18. 

Á síðustu mánuðum hafa verið gerðar ýmsar endurbætur Í Kvennaskólanum á Blönduósi. Stofur herbergi, gangur og íbúð hafa fengið nýtt svipmót og í anda hússins. Tómlegt er þó segir í auglýsingu frá Textílsetrinu og er því leitað að munum og mublum sem hæfa þeirri umgjörð sem húsið er s.s. sófum, stólum, borðum, o.fl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir