Handverksfólki kynntar Hagleikssmiðjur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.10.2009
kl. 08.34
Handverksfólki á Norðurlandi vestra er boðið til fundar á Hótel Blönduósi, mánudagskvöldið 19. október kl. 20:00.Á fundinum mun Ari Þorsteinsson, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar á Nýheimum á Höfn, kynna verkefnið Hagleikssmiðjur.
Birna Kristjánsdóttir, sem nýlega tók við starfi sérfræðings í textílfræðum við Háskólasetrið á Blönduósi, mun segja frá starfi sínu og e. t. v. lauma einhverjum hugmyndum að fundargestum.
Að þessu loknu er gert ráð fyrir að viðstaddir taki upp þráðinn frá handverksfundinum í Kvennaskólanum í vor, varðandi eflingu samstarfs handverksfólks á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.