Handbendi brúðuleikhús hlýtur styrk úr Sviðslistasjóði
Þann 21. janúar var tilkynnt um úthlutun úr Sviðslistasjóði árið 2025. Úthlutað var 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og að auki 102 mánuðum úr launasjóði sviðslistafólks.
Í ár hlaut Handbendi brúðuleikhús í Húnaþingi vestra hæsta styrkinn sem veittur var, samtals að upphæð 24.000.000 króna. Þar af 10.560.000 úr Sviðslistasjóði og 24 mánuði úr launasjóði sviðslistafólks.
Sjóðnum bárust 115 umsóknir og sótt var um ríflega 1,6 milljarð króna í Sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks. Sviðslistaráð veitir 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og fylgja þeim 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks (ígildi 57 milljóna), 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna.
Heildarstuðningur til sviðslistahópa og sviðslistafólks er því rúmlega 155 milljónir. Fjölda framúrskarandi verkefna sem áttu fullt erindi til að hljóta styrki Sviðslistasjóðs var hafnað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.