Hálkublettir á Þverárfjalli og Vatnsskarði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.09.2009
kl. 09.16
Það hefur verið frekar kuldalegt á Norðurlandi vestra síðan um helgi, snjór í fjöllum og súldarleiðindi með tilheyrandi en þó sólarglennur af og til. Allir vegir eru færir en þó er rétt að benda á að hálkublettir eru á Þverárfjalli og á Vatnsskarði en hitastig á fjallvegunum er nálægt frostmarki og því rétt að fara með gát.
Veðurstofan virðist gera ráð fyrir svipuðu haustveðri áfram næstu daga og um helgina er jafnvel spáð slyddu - að Laufskálaréttinni lokinni. Og það er sennilega vissara fyrir þá sem sækja réttir um helgina að mæta vel klæddir því það gæti orðið umhleypingasamt og rétt að vera við öllu búinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.