Háhraðatengdur Akrahreppur

Ljósleiðaranum komið yfir Húseyjarhvíslina. Mynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það eru ekki mörg sveitarfélög á landinu sem geta státað af háhraðatengingum í gegnum ljósleiðara en innan tíðar bætist Akrahreppurinn í hóp Seltjarnarness, Hellu og Hvolsvallar.

Starfsmenn Rafstrengja ehf. við ídráttarbúnaðinn. Mynd: gvs

Ídráttur á ljósleiðara í Akrahreppi gengur þokkalega þessa dagana segir á vef Gagnaveitunnar og stofninn  frá Grund að Flatatungu er klár og flestar heimtaugar.  Næst verður ráðist í að koma stofni frá Grund að Dýrfinnustöðum, en vinna við heimlagnir er langt komin á þeim legg.Tæknin sem notuð er við að koma kaplinum lengstu kaflana er athyglisverð en talað er um að honum sé fleytt með vatni. 

Ljósleiðarinn kominn í gegn. Mynd: gvs

Í gula kassanum á myndinni hér til hliðar er búnaður til að dæla vatni í rörið og ýta á eftir kaplinum og á neðstu myndinni má sjá hvar kapallinn er kominn gegnum rörið og vatnið fossar út.  Sá kafli var rúmir 1200m.  Strákarnir þakka því fyrir hvern frostlausan dag hér í Skagafirði!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir