Hafin er styrktarsöfnun fyrir Júlíus á Tjörn
Vegna þess hörmulega atburðar þar sem sonur minn og bróðir, Júlíus Már, missti mikið í bruna á Tjörn á Vatnsnesi 28. mars sl. er spurning hvort áhugi sé fyrir því að styrkja hann með framlagi svo hann geti byggt upp og haldið áfram þar sem frá var horfið.
Júlíus Már rak stærsta Landnámshænsnabú landsins og missti hann allan stofninn sinn ásamt öllum búnaði sem fylgdi honum þ.e.a.s. útungunarvélar, ílát og annað. Tryggingarnar dekka ekki allan kostnað á því sem þarf að endurnýja svo það vantar uppá. Margt smátt gerir eitt stórt og munar um allt.
Þeir sem vilja geta lagt inná reikning Landnámshænunnar kt. 011260-2259 í banka 1105-15-200235.
Með kærri kveðju og þakklæti;
Mæðgurnar Ásta Þuríður og Ásta Dagbjört.
- Þess má geta að í nýjasta Feyki lýsir Júlíus lengstu mínútum sem hann hefur upplifað þegar hann beið eftir slökkviliðinu meðan hús og hænur brunnu. Júlíus ætlar að bíta á jaxlinn og koma sér upp aðstöðu aftur en ljóst er að mikil vinna er framundan hjá honum að byggja upp aðstöðuna og ekki síst lagfæra þær miklu skemmdir sem urðu á íbúðarhúsi og viðbyggingu en eldur náði að teygja sig í þær byggingar en einnig eru miklar vatns- og reykskemmdir í húsinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.