Hægt að horfa eftir hentugleikum

Erlendur Steinn Guðnason, Símanum, Sigríður Margrét Oddsdóttir, SkjáEinum, Þór Jes Þórisson og Tryggvi Guðmundsson, Símanum við undirritun samnings

SkjáFrelsi er nýjung sem felur það í sér að áskrifendur SkjásEins á Sjónvarpi Símans geta horft á dagskrána þegar þeim hentar. Um er að ræða tækni sem sem býður upp á þann möguleika að sækja innlenda sem erlenda sjónvarpsþætti hvenær sem er, í eina til fjórar vikur.

 

SkjáFrelsi verður innifalið í áskrift að SkjáEinum.    Meðal sjónvarpsþátta sem þegar hefur verið samið um má nefna Kitchen Nightmares með sjónvarpskokknum geðgóða Gordon Ramsey og United States of Tara, nýja seríu sem skrifuð var af Diablo Cody og leikstýrð af Steven Spielberg. Áætlað er að þjónustan hefjist 1. desember.

 

Síminn og Skjárinn hafa nú þegar samið um dreifingu á SkjáEinum í áskrift um Sjónvarp Símans.  Sjónvarp Símans er aðgengilegt fyrir um 100 þúsund heimili um allt land.

 

Á sama tíma hefur Skjárinn náð betri samningum við Time Warner kvikmyndaframleiðandann og mun geta sýnt kvikmyndir þeirra í SkjáBíói um leið og þær koma út á DVD og fara í vídóleigurnar.  Fyrstu myndirnar sem verða aðgengilegar með þessum nýja samningi eru Harry Potter og Hangover núna í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir