Há tíðni umferðaróhappa í Skagafirði í nóvember og desember
Mikið var um umferðaróhöpp í Skagafirði í nóvembermánuði. Alls var lögreglu tilkynnt um 17 umferðaróhöpp sem er langt yfir meðaltali.
Fyrstu 11 mánuði þessa árs hefur lögreglu verið tilkynnt um 102 umferðaróhöpp í umdæminu sem gerir 9,3 óhöpp að meðaltali á mánuði fyrstu 11. mánuði ársins. Ef meðaltal síðustu þriggja ára er skoðað er meðaltal áranna 2007 til 2009, 8.7 umferðaróhöpp á mánuði.
Árið 2007 var tilkynnt um 107 umferðaróhöpp, 97 árið 2008 og eins og áður sagði 102 fyrstu 11 mánuði þessa árs. Það sem af er desember mánuði hefur verið tilkynnt um 10 umferðaróhöpp sem gera tvö óhöpp á hverju þriggja daga tímabili það sem af er mánuðinum.
Ef tölurnar eru brotnar upp fyrir árið í ár má sjá að í 16% af öllum tilkynntum umferðaróhöppum í Skagafirði urðu í nóvember sem er mesti fjöldi í einum mánuði á umræddu tímabili (2007-2009).
Ekkert alvarlegt líkamstjón hefur þó hlotist í umferðinni það sem af er þessu ári í Skagafirði og er þar að stærstum hluta að þakka beltanotkun ökumanna og farþega.
Ein megin ástæða fjölda óhappa í nóvember og desember má rekja til erfiðra akstursaðstæðna sökum mikilla hálku eða ísingar sem myndast fyrirvaralítið á vegum eða ákveðnum vegarköflum.
Er það von lögreglunnar að ökumenn sýni aðgát í umferðinni og miði ökuhraða við aðstæður hverju sinni.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.