Gunnhildur í blaðamanninn

Gunnhildur Gísladóttir frá Álftagerði.
Gunnhildur Gísladóttir frá Álftagerði.

Í kjölfarið á hagræðingu innan Nýprents var starf blaðamanns lagt niður í upphafi Covid-faraldursins 2020 og meiri ábyrgð varðandi efnisöflun færðist því á ritstjóra Feykis og aðra starfsmenn Nýprents. Nú hefur verið ráðinn blaðamaður til starfa að nýju en Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari og veislustjóri, hefur ákveðið að taka slaginn með Feyki.

Gunnhildur er kennd við Álftagerði og þykir því eðlilega ekki leiðinlegt að hefja upp raust sína við hin ýmsu tækifæri. Hún býr á Syðri-Hofdölum ásamt eiginmanni sínum, Trausta Val Traustasyni, byggingaverktaka hjá Uppsteypu, og fjórum börnum. Hún á að baki nám í ljósmyndun og upplýsingatækni. Gunnhildur mætir til leiks upp úr miðjum ágúst og vonandi taka lesendur Feykis henni fagnandi.

Aðspurð um hvernig starfið leggst í hana segir Gunnhildur: „Starfið leggst bara mjög vel í mig, ég vissulega tala meira en skrifa svo þetta er áskorun fyrir mig. En við höfum öll gott af því að prófa eitthvað nýtt í lífinu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir