Gunnar Bragi vill fund í iðnaðarnefnd
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd til að ræða þá stöðu sem komin er upp varðandi olíuleit við Ísland.
Eins og fram kom í fréttum í gær drógu þau fyrirtæki sem höfðu einkaleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu umsókn sína til baka vegna flókinna reglna um gjöld og skatta við verkefnið og er því fyrirhuguð olíuleit í uppnámi.
Gunnar Bragi óskar eftir því að iðnaðarnefnd komi saman og ræði stöðu olíuleitar við Ísland með mögulegar breytingar reglnanna. Jafnframt óskaði hann eftir því að kallaðir yrðu til gestir á fund nefndarinnar, meðal annars forsvarsmenn Linda Exploration, Sagex, fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og Orkustofnunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.