Guðrún tekur við af Guðrúnu

Þann 1. maí tók Guðrún Helgadóttir prófessor við starfi deildarstjóra ferðamáladeildar háskólans á Hólum og mun gegna því til 30. apríl að ári.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, sem verið hefur deildarstjóri frá stofnun deildarinnar árið 1996 er nú í barneignarleyfi. Guðrún Helgadóttir hefur starfað við ferðamáladeild frá fyrstu tíð og verið staðgengill deildarstjóra um árabil. Því segir hún ef til vill ofmælt að hún sé nýr deildarstjóri. Við óskum Guðrúnu og deildinni allra heilla í starfinu framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir