Guðmundur biðjist afsökunar
Vegna ummæla Guðmundar Steingrímssonar í fréttum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 þann 30. maí 2010 hefur Félags ungs Framsóknarfólks í Húnavatnssýslum sent frá sér ályktun.
Í fréttum ýjar Guðmundur að því að formaður Famsóknarflokksins, Sigmundur Davíð, eigi að segja af sér vegna slaks gengis í sveitarstjórnarkosningunum í gær, þann 29. maí. Það hefur löngum verið vitað að mikil óánægja hefur verið á höfuðborgarsvæðinu með fjórflokkana og sést það vel á því hvernig þeim gekk í kosningunum. Framsóknarflokkurinn hefur löngum aflað sér fylgis úti á landi og verið þar sterkari en á höfuðborgarsvæðinu og teljum við að flokkurinn hafi aukið virðingu sína og vegsemd undir stjórn Sigmundar Davíðs sem formanns. Því þykja okkur þessi ummæli ekki eiga rétt á sér í nokkurri mynd og finnst erfitt og hart að þurfa að hlusta á þau með tilliti til þess hvað gekk hlutfallslega vel úti á landi.
Þykir okkur sýnt að með þessum ummælum hafi Guðmundur farið útfyrir sitt svið sem þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi og ætti að biðjast afsökunar á opinberum vettvangi.
F.h. stjórnar F.U.F.H.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson formaður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.