Grunnskólamótið í hestaíþróttum
Í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki var mikið um að vera s.l. sunnudag þar sem mætt voru lið sinna skóla; frá Grunnskóla Húnaþings vestra, Húnavallaskóla, Grunnskóla Blönduóss, Árskóla, Grunnskóla austan vatna og Varmahlíðarskóla til að taka þátt í Grunnskólamóti í hestaíþróttum.
Alls voru 57 þátttakendur á mótinu en keppt var í fegurðarreið 1.-3. bekkur, tölt 4.-7. og 8.-10. bekkur og skeið 8. -10. bekkur. Keppt er um veglegan farandbikar og mættu krakkarnir í Varmahlíðarskóla galvösk til að verja titilinn frá fyrra ári sem þau og gerðu. Í öðru sæti varð Húnavallaskóli og Grunnskóli Húnaþings vestra í því þriðja. Í lok móts var stigahæstu knöpum vetrarins veitt verðlaun, en þau eru: Guðný Rúna Vésteinsdóttir, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Stefán Logi Grímsson. Úrslit í hverjum flokki urðu eftirfarandi:
Fegurðareið 1. - 3. bekkur
1. Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Blesi frá Litlu-Tungu II Varmahlíðarskóli
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Varpa frá Hofi Húnavallaskóli
3. Jón Hjálmar Ingimarsson og Flæsa frá Fjalli Varmahlíðarskóli
4. Hólmar Björn Birgisson og Tangó frá Reykjum Grunnskóli Austan Vatna
5.-6. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Funi frá Þorkelshóli Húnavallaskóli
5.-6. Guðmunda Góa Haraldsdóttir og Máni frá Árbakka Árskóli
Tölt 4. - 7. bekkur
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjardal Varmahlíðarskóli
2. Ingunn Ingólfsdóttir og Hágangur frá Narfastöðum Varmahlíðarskóli
3. Guðmar Freyr Magnússon og Frami frá Íbishóli Árskóli
4. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi Gr. Blönduósi
5. Rakel Eir Ingimarsdóttir og Smáralind frá S.-Skörðugili Varmahlíðarskóli
Tölt 8.-10.bekkur
1. Eydís Anna Kristófersdóttir og Spyrna frá Syðri-Reykjum Gr.Húnaþings Vestra
2. Elínborg Bessadóttir og Blesi frá Litlu-Tungu II Varmahlíðarskóli
3. Stefán Logi Grímsson og Tvinni frá Sveinsstöðum Húnavallaskóli
4. Katarína Ingimarsdóttir og Johnny be good frá Hala Varmahlíðarskóli
5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ Gr.Húnaþings Vestra
6. Friðrik Andri Atlason og Perla frá Kvistum Varmahlíðarskóli
Skeið 8.-10.bekkur
1. Fríða Marý Halldórsdóttir og Stígur frá Efri-Þverá Gr.Húnaþings Vestra
2. Stefán Logi Grímsson og Hávar frá Hofi Húnavallaskóli
3. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir og Gneisti frá Yzta-Mói Árskóli
4. Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir og Kráka frá Starrastöðum Varmahlíðarskóli
5. Ragnheiður Petra Óladóttir og Hrekkur frá Enni Árskóli
Lokastaða keppninnar:
- Varmahlíð 93
- Húnavallaskóli 68
- Húnaþing vestra 65
- Árskóli 64
- Gr. austan vatna 26
- Blönduósskóli 23
Myndir: Kristín Ármannsdóttir
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.