Grafin gæs og hreindýrasteik

Villibráðin er þema vikunnar hjá Ingunni Maríu Björnsdóttur og Sighvati Steindórssyni á Blönduósi sem voru matgæðingar  Feykis árið 2009.

Grafin gæs

Bringurnar huldar í grófu salti í ca 3 klst.   Saltið síðan skolað af með vatni og bringurnar síðan þerraðar.

Krydd blanda:

  • 1 hluti sinnepsfræ
  • 1 -  basil
  • 1  - timian
  • 1  -  rósmarin
  • 1  -  salt
  • 1  - svartur pipar
  • ½ - oregano
  • 1  - sykur
  • 1 - dillfræ
  • 1  - rósapipar

Bringurnar þaktar í kryddblöndunni og geymdar í kæli í 2 sólahringa.  Gott er að frysta bringurnar áður en þær eru sneiddar svo betra sé að sneiða þunnar sneiðar.

Sósa:

  • 4 msk bláberjasulta
  • 1 msk hvítvínsedik
  • Sinnepsfræ (má sleppa)

 

Einföld og góð uppskrift af hreindýrasteik

  • Hreindýravöðvi
  • Villibráðakrydd (prima)
  • Villijurtir (pottagaldrar)
  • Salt
  • Olía
  • Smjör til  steikingar

Villibráðarkryddi og villijurtum blandað saman.  Smá olía sett saman við kryddið og síðan penslað á kjötið.  Smjör og olía hitað saman á pönnu.  Þegar pannan er orðin snarpheit þá er kjötið brúnað á báðum hliðum og sett í eldfast mót. Smá salti stráð yfir kjötið og síðan sett inn í ofn á 180° í ca 13 mín.  Tíminn fer þó eftir þykkt vöðvans. Ef notaður er kjöthitamælir þá er kjötið eldað þar til mælirinn sýnir 48 til  50°.  Láta kjötið standa í nokkrar mín áður en það er skorið.

 

Sósa:

  • Smjör
  • Hveiti
  • Mjólk eða rjómi
  • Villibráðarkraftur
  • Villijurtir
  • Salt
  • Rifsberjasulta

Sósan bökuð upp og smökkuð til.

 

Bakaðar kartöflur

Kartöflur settar í eldfastmót og vel af grófu salti stráð yfir.  Lok sett á formið eða álpappír.  Formið sett inn í ofn í 50 mín á 180°C

Annað meðlæti eftir smekk hvers og eins.

 

Döðluterta

  • 1 bolli saxaðar döðlur
  • 100 gr saxað suðusúkkulaði
  • ½ bolli sykur
  • ½ bolli hveiti
  • 2 stk egg
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanilludropar

Öllu blandað saman, sett í eldfast mót og inn í ofn í 25 mín við 180°.

Borið fram með þeyttum rjóma og góðu kaffi

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir