Græni salurinn í Bifröst - Yfir 20 manns stigu á stokk
Það var fín stemning í Bifröst þann 28. desember sl. þegar tónleikarnir Græni salurinn fór fram að viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á alls tíu tónlistaratriði af ýmsum toga og var gerður góður rómur að. Þó að einhverjir hafi fengið að stíga oftar á stokk en aðrir mætti telja yfir 20 manns sem létu til sín taka.
Fyrstir stigu á stokk þeir Eysteinn Ívar Guðbrandsson og Ingi Sigþór Gunnarsson og komu áhorfendum í gott skap með skemmtilegum tilþrifum í söng og leik. Því næst söng Valgerður Erlingsdóttir góðan brag um Sauðárkrók sem hún samdi sjálf. Svo kom hvert tónlistaratriðið eftir annað og aldeilis ljómandi góð: Ása Svanhildur, Elín Sif og Reynir, Uncle blues, Úlfar og Reynir, Norðaustan 3, Skólahljómsveitin, Binni Rögnvalds og Tríó Pilla Prakkó rak svo lestina. Til að koma í veg fyrir misskilning þá fóru tónleikarnir ekki fram í Græna salnum svokallaða sem vinsæll var á böllum í Bifröst í þá gömlu góðu, en nafnið er augljóslega tekið þaðan.
Meðfylgjandi myndir tók Hjalti Árna sem mætti galvaskur með myndavélina en fleiri myndir Árna má finna á Facebooksíðu hans HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.