Gospelmessa í Sauðárkrókskirkju á sunnudagskvöldið
feykir.is
Skagafjörður
06.11.2009
kl. 10.00
Það verður eitthvað meira stuð en venjulega í Sauðárkrókskirkju næstkomandi sunnudag, 8. nóvember, því þá verður sungin gospelmessa í kirkjunni kl.20. Kirkjukórinn syngur hressilega gospelsálma undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista, auk þess sem Ásdís Guðmundsdóttir syngur einsöng og Kristján Þór Hansen ber bumbur.
Að auki munu fermingarbörn lesa ritningarlestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri flytur hugleiðingu. Fólk er boðið hjartanlega velkomið í öðruvísi messu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.