Golfkennsla um næstu helgi á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.05.2009
kl. 08.21
Golfklúbburinn á Blönduósi stendur fyrir golfkennslu um næstu helgi, nánar tiltekið dagana 9. -10. maí. Kennslan verður í höndunum á Svanþóri Laxdal golfkennara. Klúbburinn hvetur alla krakka sem áhuga hafa á því að komast í golfkennslu að hafa samband. Tíminn kostar 500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Kennt verður í hópum ef næg þátttaka verður.
Aðrir sem hafa áhuga á að komast í golfkennslu hafið líka samband í netfangið jgjon@mi.is eða í síma 452-4379 og 864-4846 eftir kl. 17:00 á daginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.