Góður árangur Skagstrendinga á Silfurmóti ÍR
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
07.12.2009
kl. 08.54
Skagstrendingurinn Róbert Björn Ingvarsson sigraði í 800 m hlaupi í hinu árlega Silfurmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var 21. nóvember í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Hann keppti í flokki stráka 12 ára.
Mótið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára og mættu til leiks 571 keppandi víðsvegar af landinu. Róbert Björn varð einnig í 6. sæti í 60.m hlaupi. Stefán Velemir varð í 3. sæti í kúluvarpi sveina 15-16 ára. Valgerður G. Ingvarsdóttir keppti í þremur greinum, langstökki, 60 m hlaupi og 600 m hlaupi í flokki hnáta 9 til 10 ára. Hún náði 11. sæti í báðum hlaupunum. Sannarlega glæsilegur árangur Skagstrendingana.
/Skagaströnd.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.