Góður árangur nemenda FNV á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Forseti Íslands skoðar Drangey í sýndarveruleika í kynningarbás FNV. Mynd: Fnv.is.
Forseti Íslands skoðar Drangey í sýndarveruleika í kynningarbás FNV. Mynd: Fnv.is.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var með kynningarbás í Laugardalshöll þar sem viðburðurinn  Mín framtíð 2023 fór fram, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning, dagana 16. – 18. mars. Þar gátu gestir kynnt sér námsframboð skólans, heimsótt Drangey og fleiri staði með 360° sýndarveruleikagleraugum, farið á hestbak á hesthermi, tekið þátt í spurningakeppni o.fl.

Á heimasíðu skólans kemur fram að fjórir nemendur hafi keppt fyrir hönd FNV en það voru þau Almar Atli Ólafsson og Jón Pálmason sem kepptu í málmsuðu, Freyja Lubina Friðriksdóttir í húsasmíði og Haraldur Holti Líndal í rafvirkjun.

„Þau stóðu sig öll með miklum sóma. Almar lenti í 3. sæti í málmsuðu, Freyja í 3. sæti í húsasmíði og Haraldur í 5. sæti í rafvirkjun. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn,“ segir á fnv.is og Feykir tekur undir og óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.

Fjölmargar myndir frá hátíðinni má finna á heimasíðu skólans HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir