Góð uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks
Frjálsíþróttafólk í Skagafirði hélt sína uppskeruhátíð á sunnudagskvöld á Hótel Varmahlíð þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir hin ýmsu afrek.
Það eru frjálsíþróttadeild Tindastóls og UMSS sem halda uppskeruhátíðin en hún var vel sótt og hófst með jólahlaðborði af bestu gerð. Á heimasíðu Tindastóls segir að Gunnar þjálfari hafi haldið magnaða hvatningaræðu, þar sem hann lagði áherslu á, að allir áttuðu sig á eigin styrk og settu sér markmið á eigin forsendum.
Veittar voru fjölmargar viðurkenningar, en síðan sýndu félagarnir, Halldór Örn Kristjánsson og Guðjón Ingimundarson, stórskemmtilegt myndband, þar sem sýndar voru áður óþekktar hliðar á æfingafélögunum.
Frjálsíþróttadeild UMF Tindastóls veitti viðurkenningar:
Fyrir bestu ástundun: Halldór Örn Kristjánsson og Guðjón Ingimundarson.
Fyrir mestu framfarir: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Guðjón Ingimundarson.
Skemmtilegasti æfingafélaginn: Halldór Örn Kristjánsson.
Óvæntasta afrekið: Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir.
Til þjálfara fyrir frábær störf: Gunnar Sigurðsson, Auður Herdís Sigurðardóttir og Ragndís Hilmarsdóttir.
Íslandsmeistarar og Landsmótsmeistari 2009: Fríða Ísabel Friðriksdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Þórunn Vilborg Jóhannsdóttir.
Frjálsíþróttaráð UMSS veitti viðurkenningar:
Efnilegustu unglingar 12-15 ára: Ísak Óli Traustason og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Frjálsíþróttakona Skagafjarðar: Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir.
Frjálsíþróttakarl Skagafjarðar: Gauti Ásbjörnsson.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.