Góð þátttaka í Starfamessunni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
23.11.2022
kl. 14.10
Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
„Um 25 fjölbreytt störf voru kynnt en því miður forfölluðust nokkrir sýnendur á síðastu stundu,“ segir Steinnunn en ríflega 30 aðilar voru upphaflega skráðir til leiks.
Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Steinunni til að birta myndirnar sem sjá má hér að neðan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.