Góð stemming á Jónsmessuhátíð

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin um sl. helgi og fór hún vel fram.

Mikið af fólki brá sér á Hofsós um helgina og virtust allir hafa skemmt sér konunglega jafnt ungir sem aldnir.

Hið árlega fótboltamót  sem haldið er á hverri Jónsmessu gekk líka vel fyrir sig og skráðu sig um 17 lið til keppni að þessu sinni og sáust margir góðir kappar með keppnisskapið í lagi og ekki síðri þeim sem sjást á HM um þessar mundir með allar gabbhreyfingar í lagi.

Flestir notuðu svo tækifærið og skelltu sér í sund í nýju lauginni á Hofsós enda opið til 12 um kvöldið föstudag, laugardag og sunnudag.

Góð stemming ríkti á tjaldsvæðinu sem og í Höfðaborg þar sem mikið að fólki var samankomið bæði kvöldin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir