Góð meðalvigt í Austur Hún

Kjötafurðastöð 015Nú er búið að slátra um 75 þúsund fjár hjá SAH Afurðum. á Blönduósi. Allt útlit er fyrir að heildarslátrun verði ríflega 90.000 fjár sem er svipað og á liðnu ári. Meðalvigt er um 16 kg. sem er nokkru betra en í fyrra.

Gert hefur verið átak í söfnun aukaafurða, t.d. fara öll lungu í fóðurstöð, einnig þær vambir sem ekki fara til manneldis. Allar hálsæðar fara sömuleiðis í fóðurstöð. Öll hjörtu, nýru, lifrar, eistu, þindar og tittlingar eru hirt, og er bæði selt hér innanlands en einnig til útflutnings. Urðun hefur því stórlega dregist saman.

Búið er að ganga frá sölu á öllum gærum og bendir allt til þess að þær verði allar farnar úr landi fyrir lok næsta mánaðar. Sala dilkakjöts er jöfn, þótt sala á erlenda markaði mætti gjarnan vera meiri.

Stefnt er að því að sauðfjárslátrun verði að mestu lokið þann 29. október nk.

Heimild sahun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir