Góð borhola við Steinsstaði
Skagafjarðarveitur luku nýverið við að ganga frá fóðringu í kaldavatnsholu í landi veitnanna norðan Héraðsdalsvegar við Steinsstaði. Holan var prufudæld með djúpdælu og gaf 18 l/sek sem er meira en nóg vatn fyrir Steinsstaði og nágrenni.
Ekki er fyrirhugað að dæla meiru en 10 l/sek úr holunni og mun það vera mikið meir en nóg vatnsmagn fyrir Steinsstaði og nágrenni ásamt Vindheimamelum þegar þar verða haldinn landsmót samkvæmt upplýsingum á vef veitnanna.
Holan var boruð síðasta haust af Ræktunarsambandi Flóa- og Skeiða og er 17 metra djúp,
Húsið yfir holuna byggðu nemendur trésmíðadeildar Fjölbrautarskóla Norðurl. vestra eftir áramótin í vetur sem æfingastykki sem tókst vel. Frágangi og niðursetningu tækja í dælustöðinni verður lokið í haust, þannig að landsmótsgestir hestamanna á Vindheimamelum 2010 ættu að hafa nægjanlegt vatn til drykkjar og þrifa.
Byrjað verður að leggja nýja stofnlögn frá holunni að Vindheimamelum í vikunni en Steypustöð Skagafjarðar ehf. mun annast það verk.
/skv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.