Glórulaust dæmi
Á vef Öldunnar stéttafélagi er sýnt fram á ótrúlegt en raunverulegt dæmi þar sem eigandi bíls lendir í tjóni og stendur uppi með engan kost góðan.
Eigandi bíls lenti í tjóni sem var metið á um 900.000 kr. ef gera ætti við bílinn. Verðmatið er um 1.300.000 og tryggingarnar vilja greiða út bílinn.
Eigandinn fengi greiddar að frádreginni sjálfsáhættu um 1.240.000 en þá vandast málið. Lán sem tekið var 9/10 2007, alls kr. 1.613.471 stendur í dag (23/9) í kr 3.421.163.
Eigandinn getur valið hvort hann vill að tryggingarnar taki bílinn og greiði sjálfur mismuninn, tæpar 2,2 miljónir, eða að láta gera við bílinn á eigin reikning með einhverri samkomulagsgreiðslu við tryggingafélagið.
Báðir kostirnir eru vondir, en bíleigandinn getur ekki verið bíllaus.
/Aldan stéttarfélag
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.