Gleðibankinn stendur fyrir kvöldstund með Þorbergi

Kvöldstund með Þórbergi verður í Bjarmanesi á Skagaströnd, miðvikudagskvöldið 20. janúar og hefst kl. 20:30. Tveir góðir flytja dagskrá um Þórberg Þórðarson rithönd sem er óumdeilanlega einn af helstu rithöfundum þjóðarinnar.

Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur af miklum hagleik skrifað þroskasögu Þórbergs og hann segir frá þessum snillingi íslenskra bókmennta.

Jón Hjartarson, leikari og rithöfundur. Hann hefur bæði leikið Þórberg og ritað leikgerð um sögur hans. Kvöldstund með Þórbergi verður full af vangaveltum um lífið og tilveruna, einlæg og fyndin eins og hann kom lesendum sínum fyrir sjónir.

Dagkráin er í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir