Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu
Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Allir flytjendur fóru á kostum og eins og aðrir sem komið hafa fram á Stofutónleikum létu þau í ljósi mikla ánægju með einstakan hljómburð í safninu. Áheyrendur voru í sjöunda himni og má segja að hvert sæti hafi verið skipað á tónleikunum. Eftir tónleikana var öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffi og kleinur að hætti safnsins.
Elín S. Sigurðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.