Gjaldþrotamálum fjölgar

Það sem af er ári hafa 13 gjaldþrotamál verið tekin fyrir hjá héraðsdómi Norðurlands vestra á móti 14 málum allt árið í fyrra.
Af þeim 14 gjaldþrotamálum sem tekin vorur fyrir á síðasta ári lauk 6 þeirra með gjaldþrotaskiptum en önnur voru afturkölluð.

Af þeim 13 málum sem hafa þegar verið tekin fyrir á þessu ári hefur 8 þeirra lokið með gjaldþrotaskiptum.

Er hér mest megnis um að ræða fyrirtæki en að sögn starfsmanns héraðsdóms hafa mörg þeirra ekki verið í rekstri lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir