Gísli Þór með safnljóðabók

Gísli Þór Ólafsson. Mynd: Teitur Már Sveinsson
Gísli Þór Ólafsson. Mynd: Teitur Már Sveinsson

Um þessar mundir fagnar Gísli Þór Ólafsson 10 ára útgáfuafmæli, en hans fyrsta ljóðabók, Harmonikkublús, kom út árið 2006. Í kjölfarið komu út fjórar ljóðabækur og fjórir hljómdiskar. Í bókinni,sem nefnist Safnljóð 2006-2016, er úrval ljóða og texta úr bókunum og af hjómdiskunum. Að sögn Gísla Þórs er stefnt á útgáfu eftir nokkrar vikur.

„Í tilefni af afmælinu og útgáfunni, er söfnun í gangi á karolinafund.com, en þar má styðja verkefnið og fá bók í staðinn. Einnig eru allar bækurnar í boði, sem og allar bækurnar og allir diskarnir,“ segir Gísli en hér má kynna sér verkefnið betur: https://www.karolinafund.com/project/view/1567

 Ljóð úr fyrstu bók Gísla, Harmonikkublús: 

Ást á suðurpólnum 

Hve oft
ætli mörgæsir
hafi séð þig
sveitta ofan á mér
er við nutum ásta
á suðurpólnum
í engu nema vettlingum

 HÉR er hægt að nálgast lag af nýjustu plötu Gísla og nefnist það Hin eina sanna, 

og HÉR er hægt að nálgast lag af fyrstu plötu Gísla og nefnist það Blindaður af ást.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir