Gestir á Laufskálaréttarballi létu lögregluna hafa fyrir sér
Mikil ölvun var á Laufskálaréttarballinu sem fram fór í Reiðhöllinni Svaðastöðum aðfaranótt laugardags og hafði lögreglan því í nægu að snúast bæði á laugardaginn sjálfan og ekki síður um nóttina.
Fjörið byrjaði þegar einn ökumaður var tekin grunaður um ölvun á leið úr réttum. Þá voru höfð afskipti af fleiri ökumönnnum auk þess sem einhverjir óskuðu eftir því að fá að blása. Þá datt einhverjum í hug að ferja farþega á palli pallbíls en það uppátæki var snarlega stöðvað af vöskum lögreglumönnum.
Þetta var dagurinn en á eftir honum kom nóttin en þá mátti lögreglan hafa sig alla við. Ofurölvi einstaklingum var komið í næturstað, einn hné niður meðvitundarlaus og þurfti aðstoð við að koma viðkomandi á heilbrigðisstofnun til skoðunar. Þá var ung stúlka flutt frá Reiðhöllinni og á sjúkrahús en hún taldi að sér hafi verið byrjuð ólyfjan.
Tveir gengu bersersgang, annar 16 ára sem gekk bersersgang í bíl. Haft var samband við foreldra hans auk þess sem barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart en að höfðu samráði við þá var ákveðið að láta drenginn gista fangageymslur. Hinn sem lét lífið pirra sig eyðilagði salerni í Reiðhöllinni Hann var 18 ára og sömuleiðis vistaður í fangageymslu.
Þá komu upp nokkur fíkniefnamál auk þess sem húsleit var gerð þar sem fundust neysluáhöld og umbúðir.
Fíkniefnateymi Norðurlands og leitarhundur aðstoðuðu lögregluna á Sauðárkróki á laugardagskvöldið.
Haft er eftir lögreglumönnum á vakt að áberandi hafi verið hversu mikið af ungu fólki var undir áhrifum á dansleiknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.